Óskaði eftir skilnaði á dánarbeðnum

Leikarinn Dennis Hopper á að hafa óskað eftir skilnaði frá eiginkonu sinni þar sem hann liggur fyrir dauðanum. Hopper, sem meðal annars lék í kvikmyndinni Apocalypse Now, er talinn eiga einungis einn mánuð eftir ólifaðan en hann greindist með krabbamein á síðasta ári.

Á hann að hafa farið fram á skilnað við Victoriu Duffy, en þau hafa verið gift í fjórtán ár. Ástæðan sem leikarinn gefur upp er óásættanlegur ágreiningur. Á Duffy að vera fokreið út í leikarann vegna þessa en þau eiga sex ára gamla dóttur saman. Hún harðneitar að flytja út af heimili þeirra hjóna þrátt fyrir kröfu leikarans þar um.

Heimildir herma að ástæðan fyrir skilnaðarbeiðninni sé sú að hann vilji losna við að arfleiða hana. Hann hefur boðist til það greiða henni framfærslueyri og að forræði yfir dótturinni verði sameiginlegt. Hopper á fjögur börn en hann hefur verið kvæntur fimm konum.

Dennis Hopper er við dauðans dyr
Dennis Hopper er við dauðans dyr Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant