Kínverjar banna Avatar

Sena úr myndinni Avatar.
Sena úr myndinni Avatar. Reuters

Kínverjar hafa ákveðið að taka mynd James Camerons, Avatar, úr sýningu í landinu. Kvikmyndaeftirlitið hefur ákveðið að frá og með nk. laugardegi megi engin kvikmyndahús í Kína sýna myndina í tvívídd og þar sem aðeins örfá kvikmyndahús í landinu eru tæknilega fær um að sýna myndina í þrívídd þýðir þessi ákvörðun í reynd að verið sé að taka myndina úr umgerð. Um þetta er skrifað í dagblaðinu Apple Daily í Hong Kong, en um málið er fjallað á vef danska dagblaðsins Politiken.

Avatar var frumsýnd í kínverskum kvikmyndahúsum 4. janúar sl. og Kínverjar hafa tekið myndinni einstaklega vel og fjölmennt í bíó þrátt fyrir einstakar vetrarhörkur. Samkvæmt upplýsingum frá breska dagblaðinu The Guardian hefur Avatar þegar þénað tæplega 14,5 milljarð íslenskra króna síðan myndin var frumsýnd fyrir tveimur vikum.

Eftir því sem fram kemur hjá Apple Daily eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því að kínversk yfirvöld vilja banna myndina.

„Í fyrsta lagi hefur myndin þénað allt of mikla peninga á kostnað kínverska mynda. Í öðru lagi er hætta á því að áhorfendur geti í framhaldi af myndinni farið að leiða hugann að nauðungaflutningum sem aftur geti leitt til ofbeldisfullrar hegðunar þeirra,“ stendur skrifað í Apple Daily.

Eins og flestir eflaust vita þá fjallar Avatar um baráttu milli mannfólksins og frumstæðrar þjóðar sem nefnist Na'ví. Í leit sinni að dýrmætum auðlindum fer mannfólkið í stríð við na'víana.  

Eftir því sem fram kemur í Apple Daily hafa margir gagnrýnendur séð ákveðin líkindi milli na'víanna og fátækra Kínverja, sem byggingafyrirtæki neyða til þess að flytjast nauðungaflutningum með vitund og samþykki kínverskra yfirvalda.

Þriðja ástæða þess að stjórnvöld hafa nú tekur Avatar úr sýningu er að frumsýna á kínversku stórmyndina Confucius á föstudaginn kemur. Leikstjóri myndarinnar er Hu Mei og með aðalhlutverkið fer Chow Yun-fat (sem einnig lék í Crouching Tiger, Hidden Dragon, þ.e. Stökkvandi tígur, falinn dreki). Myndin hefur, eftir því sem fram kemur á kvikmyndavef Variety, fengið 360 milljónir íslenskra króna í ríkiframlög.

Samkvæmt heimildamanni Apple Daily hafa kínversk stjórnvöld beðið fjölmiðla landsins að skrifa meira um Confucius og minna um Avatar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant