Skrifaði sambýliskona Larssons bækurnar?

Noomi Rapace og Michael Nyqvist fara með aðalhlutverkin í kvikmyndum, …
Noomi Rapace og Michael Nyqvist fara með aðalhlutverkin í kvikmyndum, sem gerðar hafa verið eftir bókum Larssons.

Blaðamaður, sem vann lengi með sænska blaðamanninum Stieg Larsson, segir að Larsson hafi verið í essinu sínu þegar hann var að rannsaka mál og afla upplýsinga. Honum hafi hins vegar verið mislagðar hendur þegar hann skrifaði texta. Því hljóti menn að velta því fyrir sér, hvort Eva Gabrielsson, sambýliskona Larssons, hafi komið að verki þegar þríleikurinn um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander var skrifaður.

Millenium-bækurnar svonefndu hafa farið sigurför um heiminn. Larsson lést hins vegar af völdum hjartaáfalls árið 2004 áður en bækurnar komu út. Larsson lét ekki eftir sig gilda erfðaskrá og því hafa allar höfundarréttargreiðslur runnið til föður hans og bróður. Þeir hafa síðan átt í opinberum deilum við Gabrielsson um arfleifð Larssons.

Blaðamaðurinn Anders Hellberg, sem starfar hjá Dagens Nyheter, skrifaði í vikunni grein í blað sitt þar sem hann lýsir efasemdum um að Larsson hafi í raun skrifað Millenium-bækurnar þar sem hann hafi alls ekki verið góður stílisti. 

Hellberg segist hafa starfa með Larsson hjá fréttastofunni TT í kringum árið 1980. Þá hafi Larssen aðallega unnið við að teikna gröf og afla upplýsinga. Hellberg segir, að Larsson hafi verið einskonar mannleg Wikipedia og haft víðtæka þekkingu á fjölmörgum málum. Hins vegar hafi hann ekki átt auðvelt með að setja saman góðan texta.

Larsson hafi oft komið til Hellbergs og beðið hann um að lesa yfir texta sem hann hafði samið og átti að fylgja kortum hans. „Ég er ekkert voðalega góður í þessu," hefur Hellberg eftir Larsson. 

„Ég svaraði - og segi þetta ekki til að gera lítið úr þessum hæfileikaríka manni - að hann gæti vissulega ekki skrifað. Málfarið var ekki nógu gott, orðaröðin var oft röng, setningaskipun var einföld og oft úr samhengi. Í stuttu máli þurfi að endurskrifa texta hans. Ég lýsti oft skoðunum mínum, hann féllst á ráðleggingar mínar og þar með var það úr sögunni," segir Hellberg.

Hann vísar einnig til þess, að í nýrri bók segir Kurdo Baksi að Larsson, sem var vinur hans, hafi verið blaðamaður í meðallagi og hann hafi oft endurskrifað fréttir sem Larsson skrifaði áður en þær urðu birtingarhæfar. „Ég skil ekki enn hvernig hann gat skrifað þessar bækur," hefur Hellberg eftir Baksi. 

Hellberg segist hafa spurt Baksi hvort hann telji, að Gabrielsson hafi skrifað bækurnar en Larsson hafi komið með hugmyndir, staðreyndir, rannsóknir og söguþráðinn.  Svar Baksis var að Larsson hafi aldrei sagt sér að Gabrielsson hafi aðstoðað hann en sjálf hafi hún gefið til kynna við sig, að hún hafi lagt eitthvað að mörku,.

Hellberg segist hafa reynt að spyrja Gabrielsson um þetta en hún hafi neitað að veita honum viðtal. Hún segist hins vegar ætla að fjalla um þessi mál í væntanlegri bók sinni.

Grein Anders Hellberg

Stieg Larsson.
Stieg Larsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson