Valdís á bestu klippingu áratugarins

Valdís Óskarsdóttir
Valdís Óskarsdóttir Kristinn Ingvarsson

Í nýjasta tímariti kvikmyndablaðsins Filmmakers Magazine er tekið saman álit lesenda blaðsins á því sem best var gert í kvikmyndagerð fyrsta áratug þessarar aldar. Einn Íslendingur ratar á listann en það er klipparinn og kvikmyndagerðarkonan Valdís Óskarsdóttir. Klipping hennar á bandarísku kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind þykir sú besta á síðustu 10 árum.

Valdís hlaut mörg verðlaun fyrir klippingu myndarinnar þegar hún kom út árið 2004, þ.á.m. BAFTA verðlaunin bresku. Meðal annarra kvikmynda sem Valdís hefur unnið að má nefna dönsku myndirnar Festen og Mifunes sidste sang og Sódómu Reykjavík en sú mynd hennar sem kom síðast út var íslenska gamanmyndin Sveitabrúðkaup sem hún bæði leikstýrði og klippti.

Um þessar mundir er Valdís að leggja lokahönd á klippinguna á Kóngavegi, sem verður frumýnd 26. mars. Helstu leikarar í Kóngavegi eru Gísli Örn Garðarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Daniel Bruhl, Ingver E. og fleiri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant