Er lagið stolið?

Hera Björk
Hera Björk mbl.is/Golli

Undanfarna daga hefur borið á umræðu á netinu og víðar um að eitt laganna sem komið er í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins sé óþægilega líkt gömlu lagi með söngkonunni Kate Ryan. Íslenska lagið er „Je Ne Sais Quoi“ eftir þau Örlyg Smára og Heru Björk sem bera þolinmóð af sér orðróminn.

„Nei, þetta er ekki stolið,“ segir Örlygur Smári. „Þetta kemur upp á hverju einasta ári. Fólk fer að reyna að finna lög sem svipar til þess lags sem er líklegast til sigurs. Þetta eru bara lög úr sömu fjölskyldunni, þetta er bara danspopp. Mér finnst þetta ekkert svipað, nema hvað þetta er sami hljóðheimur.“

Lag Ryan, „Who Do You Love“, er ekki eina lagið sem lag Örlygs og Heru hefur verið borið saman við og hefur því jafnvel verið haldið fram að lagið „This Is My Life,“ framlag Íslendinga til Eurovision 2008 og höfundarverk Örlygs Smára sjálfs, sé ískyggilega líkt nýja laginu. „Þess vegna finnst mér nú bara ástæða til að hlæja að þessu. Ég veit að það eru jafnmörg atkvæði í burðarlínunni í viðlaginu en það er það eina. Það er eins með þetta erlenda lag sem verið er að líkja okkar lagi við. Og það er eflaust hægt að tína til fleiri lög þar sem þetta er að finna.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant