Bjarnfreðarson og Fangavaktin með flestar tilnefningar

Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.
Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.

Sjónvarpsþátturinn Fangavaktin fær 13 tilnefningar til Edduverðlauna og kvikmyndin Bjarnfreðarson fær 11 tilnefningar en tilnefningarnar voru birtar í dag. Myndin Mamma Gógó fékk átta tilnefningar og myndin Desember fimm en þessar þrjár kvikmyndir eru tilnefndar sem kvikmynd ársins.

Ragnar Bragason er tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Bjarnfreðarson og Fangavaktina en bæði myndin og þættirnir fjalla um sömu persónur. Margrét Helga Jóhannsdóttir er tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki, bæði fyrir Bjarnfreðarson og Fangavaktina. Þeir Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson og Pétur Jóhann Sigfússon eru tilnefndir fyrir leik í aðalhlutverkum í myndinni og þáttunum.  Þeir eru einnig ásamt Ragnari og Jóhanni Ævari Grímssyni tilnefndir til verðlauna fyrir besta handritið, bæði fyrir myndina og þættina.

Þeir Björn Thors, Gunnar Hansson og Ólafur Darri Ólafsson eru tilnefndir fyrir leik í aukahlutverkum í Fangavaktinni.

Bjarnfreðarson er einnig tilnefnd fyrir kvikmyndatöku, leikmynd, búninga og gervi og Fangavaktin er tilnefnd fyrir leikmynd, búninga og klippingu og sem sjónvarpsefni ársins.

Edduverðlaunin verða afhent 27. febrúar í Háskólabíói. Sýnt verður beint frá verðlaunahátíðinni á Stöð 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler