Tyson keppir í „fjaðurvigt"

Mike Tyson.
Mike Tyson. Reuters

Bandaríski hnefaleikarinn Mike Tyson, sem var um tíma heimsmeistari í þungavigt, hefur skipt yfir í „fjaðurvigt" en hann mun taka þátt í bréfdúfukeppni í sjónvarpsþáttum á Animal Planet.

Sjónvarpsstöðin boðaði í vikunni nýjan raunveruleikasjónvarpsþátt þar sem Tyson, sem er nýliði í bréfdúfnarækt, mun etja kappi við reynslubolta í greininni.

Vinnuheiti á þættinum er: Taking on Tyson og er áhorfendum lofað að þeir fái innsýn í þennan kappsfulla en einkennilega heillandi heim bréfdúfuræktar.

Tyson hefur alið dúfur alla sína ævi en ekki tekið þátt í bréfdúfukeppnum fyrr. Animal Kingdom segir, að Tyson muni njóta aðstoðar litríks hóps dúfusérfræðinga á meðan hann ræktar og þjálfar dúfurnar og lætur þær keppa.

Gert er ráð fyrir því að þátturinn verði tekinn upp í vor í New York og sýndur í byrjun næsta árs.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant