Segja Kanann hafa valdið tugþúsunda tjóni

Lýðvarpið afhenti í dag lögreglunni örbylgjumóttakara og útvarpssendi sem hafði verið komið fyrir án vitundar Lýðvarpsins í sendiaðstöðu félagsins í Bláfjöllum, að því er kemur fram í yfirlýsingu Lýðvarpsins til fjölmiðla, undirritaðri af Jóni Pétri Líndal.

„Tugþúsunda tjón varð er hinir óprúttnu útvarpsmenn klipptu á kapla útvarpssendis Lýðvarpsins til að tengja í heimildarleysi nýjan útvarpssendi inn á loftnetsmastur Lýðvarpsins. Lýðvarpið er með útvarpsleyfi á tíðninni 100.5 til 15 janúar 2012. Ráðgerðar voru breytingar á staðsetningu útvarpsmastursins að beiðni Póst og fjarskiptastofnunar, en þar sem ekki var komin endanleg niðurstaða frá stofnuninni í því máli áður en vetur gekk í garð, var ákveðið að fresta framkvæmdum til vors vegna erfiðra aðstæðna yfir vetrartímann. 

Af þessum sökum hefur starfsemi Lýðvarpsins verið í lágmarki undanfarna mánuði og notuðu nýju útvarpsmennirnir sér það tækifæri til að brjótast inná rás og búnað Lýðvarpsins þrátt fyrir að hafa áður fengið upplýsingar um hinar fyrirhuguðu breytingar frá framkvæmdastjóra Lýðvarpsins," segir í yfirlýsingunni.

Segja Einar hafa verið í óleyfi

Furðar Lýðvarpið sig á yfirlýsingum Einars Bárðarsonar til fjölmiðla um misgjörðir af hálfu Lýðvarpsins. Honum hafi verið fullkunnugt um að hann væri í óleyfi á þessum útsendingarstað. Einari hafi jafnframt verið tilkynnt fyrr í dag að Lýðvarpið hefði tilkynnt athæfið til lögreglunnar. 

Einar Bárðaron ásamt fleira starfsfólki á Kananum.
Einar Bárðaron ásamt fleira starfsfólki á Kananum. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant