Gosið eykur tapið af keppninni

Hera Björk syngur lag Íslands í keppninni,
Hera Björk syngur lag Íslands í keppninni, "Je Ne Sais Quoi". BOB STRONG

Horfur eru á að gosið frá Eyjafjallajökli valdi norska ríkisútvarpinu verulegu fjárhagslegu tjóni, en fjölmargir sem ætluðu að koma til Noregs til að horfa á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa hætt við að koma vegna truflana á flugi sem rekja má til öskuskýja frá gosinu.

Norska ríkisútvarpið hafði áætlað að mikið tap yrði vegna keppninnar, en það hefur m.a. orðið til þess að skera hefur þurft niður í annarri dagskrárgerð. Nú eru horfur á að tapið verði enn meira en gert var ráð fyrir því að gestir eru í talverðum mæli að hætta við að koma til Noregs til að horfa á keppnina. Ástæðan er aska í háloftunum sem truflar flugumferð.

Í Aftenposten kemur fram að NRK telji að vegna gossins seljist nokkur þúsund færri miðar en gert var ráð fyrir. Fremur kemur í blaðinu að bara í gær hafi 200 gestir sem voru búnir að panta miða á úrslitakeppnina 29. maí afpantað miða. Um 30.000 miðar á undankeppnirnar og generalprufu eru óseldir. Þetta þýðir um 200 milljónir í tapaðar tekjur.

NRK hefur sent greinargerð til menningarmálaráðuneytisins um málið, en stofnunin telur eðlilegt að ríkissjóður bæti henni þann viðbótarkostnað sem hún þarf að bera vegna eldgossins. Ekkert svar hefur enn borist við erindinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant