Stoltur og ánægður með Heru

Hera Björk Þórhallsdóttir á sviðinu í Ósló í kvöld.
Hera Björk Þórhallsdóttir á sviðinu í Ósló í kvöld. Reuters

„Ég get aldrei farið í fýlu lengur en tvær mínútur. Ég er svo stoltur og ánægður með Heru, hún var svo falleg, þau voru öll svo falleg. Þau gerðu þetta svo sérstaklega fallega og nálguðust keppnina alveg hárrétt, " segir söngvarinn og Evróvisjón sérfræðingurinn Páll Óskar Hjálmtýsson um niðurstöður keppninnar.

„Þetta passar bara alls ekki við það hvað Hera var búin að standa sig vel, hvað hún var búin að vera að brillera í öllum viðtölum. Þetta passar ekki við það hvað lagið hefur selst vel á iTunes, hvað smáskífan hefur selst vel. Mér finnst bara farið svo illa með mörg af mínum uppáhaldslögum í keppninni. Ég elskaði til dæmis Holland, sem fékk ekki einu sinni að komast upp úr undankeppninni, og ég átti von á meiru til dæmis frá Armeníu."

„Ég átti svo sem von á því að þessi þýska myndi vinna, það lá svolítið í loftinu. En mér finnst hún ekki eiga það skilið. Við getum örugglega endalaust lesið í þetta, en það er bara þannig núna að Evrópa elskar svona litlar 17 ára Lólítur. Ég alla vegna get ekki sagt að ég hafi stappað löppunum við þetta þýska lag. Ég fílaði mig best með Grikkjunum, mér fannst Portúgalska söngkonan yndisleg, og hún fékk sömu útreið og Hera. Af hverju fá Portúgalir aldrei nein stig? Þeir eru alltaf að senda frábær lög og háklassa söngvara."

Páll Óskar hafði spáð því að Hera myndi blanda sér í baráttuna um efsta sætið, og árangurinn var raunar mun slakari en til dæmis veðbankar gáfu til kynna, en þar var íslenska laginu almennt spáð 9. sætinu. Hvað klikkaði?

„Eigum við að trúa því að Evrópa sé að refsa okkur fyrir eldgos og flugsamgöngur? Þetta var ekki sanngjarnt. Maður til dæmis les það úr Norðurlöndunum að þau séu bara í fýlu við okkur fyrir að hafa misst af flugvélunum sínum. Og Bretar láta okkur örugglega bara fara í taugarnar á sér útaf öllu, Icesave, flugsamgöngum og bara öllum pakkanum."

Páll Óskar segir þó Íslendinga mega vera stolta.

„Ég er stoltur af Heru og hún á að vera stolt af sér. Og ef ég þekki þetta fólk þarna úti þá voru þau búin að spenna beltin og undirbúa sig fyrir þetta. Þau eru bara að draga djúpt andann. Öggi til dæmis (Örlygur Smári) er að fara þarna í þriðja sinn og hann er búinn að læra það að vera viðbúinn öllu."

„Núna heldur lífið bara áfram. Og við getum glaðst yfir því að Besti flokkurinn er að vinna stórsigur í kosningunum."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson