Klámmyndaleikari fyrir björg

Stephen Hill, þekktur í klámmyndaheiminum undir nafninu Steve Driver.
Stephen Hill, þekktur í klámmyndaheiminum undir nafninu Steve Driver.

Klámmyndaleikarinn Stephen Hill sem var á flótta undan lögreglunni í Los Angeles, lét lífið í gær er hann féll fram af klettabjörgum í nágrenni borgarinnar. Lögreglan hafði elt hann upp í fjallshlíðar, grunaðan um morð á starfsbróður sínum. Skutu lögreglumenn á hann með skotfærum sem ekki deyða en ekki fór betur en svo að Hill féll þrettán metra og beið bana.

Umsátursástand hafði verið á staðnum í nokkra klukkutíma, á meðan lögreglan reyndi að tala leikarann til, og fá hann til að láta af hótunum sínum um svipta sig lífi.

Hill var grunaður um að hafa myrt starfsfélaga sinn með samúræja-sverði. Fyrir viku var honum sagt upp störfum af kvikmyndafyrirtæki sem framleiðir klámmyndir. Síðastliðinn þriðjudag kom til átaka í höfuðstöðvum fyrirtækisins, og á Hill þá að hafa gripið til sverðsins, sem var meðal leikmuna, og látið til skarar skríða gegn félögum sínum. Hill flúði af vettvangi og var hans leitað í nokkra daga af lögreglunni.

Lögreglumenn komu auga á Hill, sem hafði leikaranafnið Steve Driver, og eltu hann upp í fjallshlíðar með fyrrgreindum afleiðingum. Nánar má lesa um þennan atburð í frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson