Listakaupstefnan í Basel hafin

'Michael eftir kanadíska listamanninn Evan Penny
'Michael eftir kanadíska listamanninn Evan Penny Reuters

Ein stærsta kaupstefna á nýtímalist, Art Basel, hófst í samnefndri borg í Sviss í dag. Að sögn Marc Spiegler, annars af framkvæmdastjórum Art Basel, er ljóst að kaupáhugi á list hefur glæðst undanfarna mánuði, bæði í galleríum og uppboðum.

Hins vegar eru kröfur kaupenda orðnar enn meiri en fyrir efnahagshrunið sem hafði gríðarleg áhrif á listaheiminn þar sem stórlega dró úr kaupum á list.

„Fólk er að reyna að verja sig með fjárfestingum í gulli eða list. Gull er auðveldara að kaupa en list, þú þarft að búa yfir meiri þekkingu til að kaupa list. Það er okkar hlutverk að leiðbeina fólki um raunveruleg verðmæti listar," segir Spiegler.  Alls sækja yfir 1.100 gallerí um að fá að taka þátt í kaupstefnunni í Basel en innan við þriðjungur þeirra fær aðgang, eða um 300 gallerí. Kaupstefnan stendur yfir í fimm daga og eru sýnd verk um 2.700 listamanna frá 37 löndum í ár. Þar er meðal annars að finna verk eftir Picasso, Andy Warhol og Joan Miro til sölu auk fjölda heimsþekktra núlifandi myndlistarmanna.

Torsion Mobilo-Static, verk eftir belgíska listamanninn Walter Leblanc
Torsion Mobilo-Static, verk eftir belgíska listamanninn Walter Leblanc Reuters
Verkið Ikkurina Quarter eftir spænska listamanninn Sergio Prego
Verkið Ikkurina Quarter eftir spænska listamanninn Sergio Prego Reuters
Black Hat eftir bandaríska listamanninn Alex Katz
Black Hat eftir bandaríska listamanninn Alex Katz ARND WIEGMANN
Yorkshire Terrier hundar eftir Jeff Koons frá árinu 1991.
Yorkshire Terrier hundar eftir Jeff Koons frá árinu 1991.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson