Rolling Stones setjast í helgan stein

Rolling Stones.
Rolling Stones. Reuters

Bresku rokkararnir í The Rolling Stones munu að öllum líkindum leggja tónlistina á hilluna eftir næsta tónleikaferðalag sökum aldurs, ef marka má fréttir breska dagblaðsins The Sun.

Sveitin hefur ákveðið að kveðja aðdáendur sína með stæl og vinnur nú hörðum höndum við undirbúning ferðalagsins, sem verður að sögn heimildarmanna eitt það mikilfenglegasta sem rokkararnir hafa farið í til þessa. Að sögn The Sun standa hljómsveitarmeðlimirnir í samningaviðræðum við tónleikafyrirtækið Live Nation, en áætlað er að sveitin leggi í hann á næsta ári.

„Þeir eiga að öllum líkindum eftir að koma fram á stórum leikvöngum. Þetta verður alveg örugglega síðasta alvöru tónleikaferð þeirra. Hljómsveitarmeðlimirnir eru farnir að gera sér grein fyrir því að aldurinn er farinn að færast yfir þá. Þeir vilja kveðja aðdáendur sína á toppnum,“ var haft eftir heimildarmanni.

Hljómsveitin komst í 1. sæti á breska vinsældalistanum í byrjun sumars en það er í fyrsta skipti sem plata frá Rolling Stones kemst í það sæti frá því platan Voodoo Lounge sat þar árið 1994.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant