Wyclef Jean í felum

Hip-hop tónlistarmaðurinn Wyclef Jean er í felum eftir að hafa fengið morðhótanir vegna framboðs síns til forsetaembættis Haíti.

AP fréttastofan hefur eftir Jean að hann hafi fengið fjölmargar viðvaranir, þ. á m. símhringingu þar sem honum hafi verið sagt að „koma sér burt frá Haíti.“

Forsetaframboð Wyclef Jean hefur valdið þó nokkrum titringi á eyjunum í karabíska hafinu auk þess sem fyrrum samstarfsfélagi Jean, Pras Michel, og leikarinn Sean Penn hafa gagnrýnt fyrirætlanir hans.

Kosningastjórn Haíti ætlaði að birta lista yfir löglega frambjóðendur í gær en frestaði því fram á föstudag.

Þá kemur í ljós hvort Wyclef Jean, sem er búsettur í Bandaríkjunum, megi bjóða sig fram til forseta Haíti.

Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant