Ætlar að halda upp á sjötugsafmæli Lennons á Íslandi

John Lennon og Yoko Ono á áttunda áratug síðustu aldar.
John Lennon og Yoko Ono á áttunda áratug síðustu aldar. Reuters

Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, ætlar að halda upp á það í október að John Lennon hefði orðið sjötugur 9. október hefði hann lifað. Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey og Plastic Ono Band mun halda tónleika hér á landi að sögn tónlistartímaritsins Billboard.

Þá mun Ono einnig afhenda LennonOno friðarverðlaunin, sem hún hefur veitt annað hvert ár. Fjórir fá verðlaunin í ár: Josh Fox,  Michael Pollan,   Alice Walker  og Barbara Kowalcyk.

Ekki er ljóst hverjir muni skipa Plastic Ono Band á tónleikunum. Á síðasta ári gaf Yoko Ono út plötu undir þessu nafni og þá var Sean sonur hennar og Lennons meðal annars í sveitinni.

Fyrr á þessu ári komu Eric Clapton, Klaus Voorman og Jim Keltner, sem allir voru í upphaflegri útgáfu Plastic Ono Band, fram ásamt Onu í Brooklyn listasafninu ásamt Bette Midler, Scissor Sisters, Paul Simon og fleirum.

John Lennon var skotinn til bana í New York 8. desember 1980. 

Yoko Ono tók lagið í Hafnarhúsinu í október í fyrra.
Yoko Ono tók lagið í Hafnarhúsinu í október í fyrra. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant