Smokkurinn farið framan í barn og gamla konu

Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, er í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor sem kom út í morgun. Hann er að byrja með nýjan þátt í Sjónvarpinu, sem kemur í stað Spaugstofunnar og þá leikur hann aðalhlutverkið í Gauragangi, sem fer aftur á fjalirnar eftir sumarfrí á morgun.

Í viðtalinu segir Gói meðal annars frá vandræðalegum uppákomum í kringum smokkasenu í Gauragangi. „Það er sena þar sem ég skít smokk út í sal og hún hefur verið svolítið skrautleg. Smokkurinn hefur bæði lent í andlitinu  á gamalli konu og svo hefur hann lent í andlitinu á barni. Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. En ég get með engu móti stjórnað því hvert smokkurinn fer og sé náttúrulega ekkert út í sal,“ segir Gói.

Meira í Monitor. Blaðið má nálgast í rafrænni útgáfu hér.

Gói er forsíðuandlit Monitor í þessari viku.
Gói er forsíðuandlit Monitor í þessari viku. Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina