Vala Grand: Hann var myndarlegur en nautheimskur

Vala Grand leitar að hinum eina rétta.
Vala Grand leitar að hinum eina rétta. Ernir Eyjólfsson

Glamúrpían Vala Grand er flutt til Keflavíkur, en þar ætlar hún að búa með foreldrum sínum á meðan hún jafnar sig að fullu eftir kynleiðréttingaraðgerð sem hún gekkst undir fyrr í sumar.

Vala hætti nýverið með kærasta sínum til tveggja ára, blikksmiðnum Baldvin Vigfússyni, og segist njóta þess að vera á lausu. „Ég er búin að vera að deita og er með nokkra í takinu, en nú er ég bara að leita að hinum eina rétta. Það er einn sem ég er ógeðslega hrifin af, en ég vil ekki segja hver það er strax,“ segir Vala.

Hún segist hafa fengið mörg stefnumótatilboð, en stefnumótin hafa þó ekki öll verið jafn frábær. „Um daginn fór ég í bíó með gaur og hann vildi hafa autt sæti á milli okkar og geymdi poppkornið þar. Hann vildi ekki að neinn sæi að við værum saman,“ segir Vala.

Hún var að sjálfsögðu ekki sátt við uppátækið. „Mér líður eins og sumir gaurar komi fram  við mig eins og ég sé ennþá með typpi. Þetta var alveg myndarlegur strákur og allt það, en greinilega nautheimskur. En ég græddi að minnsta kosti frítt poppkorn og bíómynd,“ segir Vala létt á því.

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant