Nýtt listaverk afhjúpað á Reykjanesi

Styttan hefur verið sett upp á Valahnjúk á Reykjanesi og …
Styttan hefur verið sett upp á Valahnjúk á Reykjanesi og mun fuglinn horfa út til Eldeyjar

Listaverk eftir listamanninn Tod McGrain var afhjúpað á Valahnjúk á Reykjanesi í dag. Verkið er skúlptúr af geirfugli og er hluti af stærra verkefni er nefnist "The lost bird project".

McGrain færði Reykjanesbæ verkið að gjöf í tilefni af því að talið er að síðasti geirfuglinn hafi verið veginn í Eldey 3. júní 1844.

„Tod hefur í nokkur ár unnið að gerð skúlptúra af útdauðum fuglum m.a. geirfuglinum og vill þannig vekja athygli samtímans á umhverfisvernd og ást á náttúrunni. Hann vinnur fuglana í brons og er hverjum fugli ætlaður staður víðs vegar um heiminn, allt eftir því hvar þeirra upprunalegu heimkynni voru.

Styttan hefur verið sett upp á Valahnjúk á Reykjanesi og mun fuglinn horfa út til Eldeyjar og minna okkur um leið á sameiginlega ábyrgð allra þjóða á náttúru og umhverfisvernd," samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ.

Frá uppsetningu listaverksins
Frá uppsetningu listaverksins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson