Stones gefa út tónleikamynd

Mick Jagger er eitursvalur.
Mick Jagger er eitursvalur. Reuters

Rolling Stones hafa ákveðið að endurútgefa tónleikamynd sína Ladies and Gentlemen... The Rolling Stones frá árinu 1973.

Vegna vinsælda kvikmyndarinnar Shine A Light sem Martin Scorsese gerði um sveitina hefur hljómsveitin nú ákveðið að bæta og endurhljóðblanda þessa gömlu tónleikamynd sína og sýna hana í kvikmyndahúsum í Bretlandi.

Kvikmyndin er tekin upp á fernum tónleikum sveitarinnar árið 1972 í Texas í Bandaríkjunum. Hljómsveitin var þá að margra mati á hátindi ferils síns að kynna plötuna Exile On Main Street svo aðdáendur sveitarinnar eru vafalaust mjög spenntir fyrir útkomu myndarinnar.

„Þetta voru frábærir tónleikar,“ sagði Mick Jagger um tónleikana sem sýndir eru í myndinni og bætir við að allir meðlimir hljómsveitarinnar hafi þarna verið mjög samstilltir og einbeittir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant