Grín í Bandaríkjaþingi

Bandaríski grínistinn Stephen Colberg mætti í bandaríska þinghúsið í Washington í dag og bar vitni fyrir þingnefnd um farandverkamenn og innflytjendamál.  Lýsti Colberg því þegar hann starfaði við það í sumar í einn dag að tína grænmeti ásamt erlendum farandverkamönnum.

„Ég verð að viðurkenna að ég hóf störf fullur fordóma um störf farandverkamanna. En eftir að hafa unnið með þeim í brennandi sólskininu verð ég að segja - og ég meina það - ekki neyða mig til að gera þetta aftur. Þetta er afar, afar erfið vinna," sagði Colbert, greinilega í hlutverki ýkts erkiíhaldsmanns, sem hann leikur jafnan á Comedy Central.  

Hann útskýrði hvers vegna hann væri á móti farandverkamönnum: „Þetta er Ameríka. Ég vil ekki tómat sem Mexíkói hefur tínt. Ég við að Bandaríkjamaður tíni tómatinn, og síðan skeri Gvatemalamaður hann í sneiðar og Venesúelamaður beri hann fram í heilsurækt þar sem Chilemaður kemur með Brasilíumann handa mér." 

Eftir að hafa grínast um stund varð Colbert skyndilega alvarlegur og sagðist bera hag farandverkamanna mjög fyrir brjósti.

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi var ekki skemmt vegna þessarar frammistöðu grínistans og sögðu framburð hans fyrir þingnefndinni hafa verið sóun á skattpeningum og vanvirðingu við þingið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant