Íslendingar nauðalíkir Úgandabúum

„Það kom skemmtilega á óvart hvað Íslendingar og Úgandabúar eru í raun líkir,“ segir Rúnar Ingi Einarsson, annar leikstjóri heimildarmyndarinnar Ísland Úganda. „Hugmyndin var að bera saman ungt fólk í líkum störfum á Íslandi og í Úganda,“ segir Rúnar.

Hann fór með félaga sínum, Garðari Stefánssyni, til Úganda í byrjun árs 2009 og dvöldu þeir um mánaðarskeið í landinu.

„Við fylgdum eftir sjómanni, frumkvöðli og leiklistarnema frá hvoru landi,“ segir Rúnar. „Það var sérstaklega gaman að bera saman leiklistarnemana, því þeir voru að setja upp sömu sýninguna, Þrettándakvöld eftir Shakespeare, og leika sama hlutverkið. Frumsýningarnar voru með nokkurra daga millibili, en lokaútkomurnar voru hins vegar talsvert ólíkar, eins og sjá má í myndinni.“

Ísland Úganda verður frumsýnd í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 16 og er hluti af RIFF-kvikmyndahátíðinni.

Úgandafararnir Rúnar Ingi Einarsson og Garðar Stefánsson.
Úgandafararnir Rúnar Ingi Einarsson og Garðar Stefánsson. Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson