Íslandsmet í maraþonhlaupi

Bryndís sátt með verðlaunapeninginn sinn eftir hlaup í Miami.
Bryndís sátt með verðlaunapeninginn sinn eftir hlaup í Miami.

Enginn Íslendingur hefur náð að hlaupa jafn oft maraþon og hin 53 ára gamla hlaupadrottning Bryndís Svavarsdóttir.

Á laugardaginn lauk hún sínu 123. hlaupi í Connecticut í Bandaríkjunum og áætlar að hlaupa tvisvar til viðbótar um næstu helgi. Að því loknu hefur Bryndís náð þeim glæsilega árangri að hlaupa maraþon í 49 ríkjum Bandaríkjanna, segir í umfjöllun um hlaupagarp þennan í Morgunblaðinu í dag.

„Mig langar til að klára öll ríkin en þar sem þetta er orðið dýrt ætla ég að láta mig hafa það að hlaupa tvisvar um næstu helgi. Ég hleyp í Indianapolis í Indiana á laugardag og í Columbus í Ohio á sunnudag,“ segir Bryndís og bætir við að þá eigi hún einungis Delaware-ríki eftir. „Það ber gælunafnið „The first State“ (e. Fyrsta ríkið) en það verður mitt síðasta. Ég hleyp þar 15. maí 2011 og held svakateiti þegar ég kem heim.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler