„Skinkur eru bara venjulegt fólk“

Stelpurnar í Minore eru sjóðheitar skinkur.
Stelpurnar í Minore eru sjóðheitar skinkur. Úr myndbandinu

„Það er staðreynd að strákar fíla skinkur þó þeir geri grín að þeim,“ segir Kristjana María Ásbjörnsdóttir en hún og Erna Dís Eriksdóttir sem saman kalla sig Minore settu inn tónlistarmyndband á YouTube í vikunni þar sem þær syngja um kvennabósa, skinkur, júllur og margt fleira.


„Við viljum sýna hvað það er mikið mál að vera skinka,“ segir Kidda eins og hún er kölluð en að hennar sögn er ekkert grín að vera skinka. „Þetta tekur ótrúlega mikinn tíma og er mikið mál.“


Myndbandið er í gríni gert en við gerð þess öðluðust Kidda og Erna virðingu fyrir skinkum. „Þetta var bara djók í fyrstu en samt viljum við sýna fram á að skinkur eru bara venjulegt fólk,“ segir Kidda og bætir við að skinkur eigi undir högg að sækja í samfélaginu. „Stelpur gera sig að skinkum til að heilla stráka og svo er gert grín að þeim.“


Von er á fleiri myndböndum frá þeim Kiddu og Ernu en Kvennabósi hefur nú þegar fengið nær fjögur þúsund áhorf síðan það var sett inn á sunnudaginn. „Við eigum nóg af efni,“ segir Kidda svo aðdáendur Minore geta beðið spenntir eftir næsta uppátæki þeirra.

Hægt er að gerast aðdáandi Minore á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson