Íslenskar bókmenntir kynntar Frökkum

Frá málstofunni í París um íslenskar samtímabókmenntir.
Frá málstofunni í París um íslenskar samtímabókmenntir. mynd/Utanríkisráðuneytið

Sendiráð Íslands í París stóð fyrir kynningu á íslenskum samtímabókmenntum á sérstakri málstofu þar í borg um helgina. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir að málstofan hafi verið haldin í tengslum við þátttöku Íslands í Salon du Livre 2011, en þar verða Norðurlönd í heiðurssæti.

Þátttaka Íslands í bókasýningunni í Frankfurt var einnig tilefni málstofunnar en þar skipar Ísland heiðurssæti sem kunnugt er. Viðburðurinn var vel sóttur af áhugafólki um íslenskar bókmenntir, en fleiri en 140 manns sóttu málstofuna, þ.á.m. blaðamenn, fræðimenn og fulltrúar útgáfufyrirtækja og stærstu bókasafna Parísar, segir í tilkynningunni.

Á málstofunni fjölluðu þeir Torfi Tulinius, prófessor við HÍ, og Régis Boyer, fyrrvervarandi prófessor við Sorbonne háskóla, um íslenskar samtímabókmenntir og sögulegar rætur þeirra. Jafnframt fluttu þau Susanne Juul, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Gaïa, og Eric Boury, þýðandi íslenskra skáldsagna, erindi um íslenskar samtímabókmenntir frá sjónarhóli franskra lesenda. Sérlegir gestir málstofunnar voru rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir.

Málstofan var haldin í samvinnu við Bókmenntasjóð Frakklands (Centre national du livre) og Bókmenntasjóð Íslands með stuðningi borgarstjóra 16. hverfis Parísarborgar og samráðshópi utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant