Gerry Rafferty látinn

Gerry Rafferty.
Gerry Rafferty.

Skoski tónlistarmaðurinn Gerry Rafferty er látinn 63 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Hann er einkum kunnur fyrir lag sitt,  Baker Street, sem kom út árið 1978. 

Rafferty hóf feril sinn sem götusöngvari í Lundúnum. Hann stofnaði sveitina Stealers Wheel árið 1972 ásamt vini sínum, Joe Egan. Sveitin sendi m.a. frá sér lagið    Stuck in the Middle with You, sem varð vinsælt árið 1972 og aftur árið 1992 þegar það var flutt í kvikmyndinni  Reservoir Dogs.

Lagið Baker Street fór m.a. í 2. sætið á bandaríska vinsældarlistanum og 3. sætið á þeim breska.

Rafferty átti við áfengisvandamál að stríða og fékk  lifrarsjúkdóm, að því er kemur fram á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson