25 ára gamalt lag bannað

Úvarpsstöð í kanadísku borginni Halifax hefur farið gegn banni við flutningi lagsins Money for Nothing með rokksveitinni Dire Straits í upprunalegri útgáfu, en útvarpsstöðin lék lagið viðstöðulaust í klukkustund nú á föstudag.

Talsmaður útvarpsstöðvarinnar Q104, JC Douglas, segir nokkrar athugasemdir hafa borist. Einhverjir hlustendur hafi jafnframt hótað því að kvarta formlega. Lagið sem um ræðir var fyrst gefið út fyrir 25 árum.

Úrskurðað var síðastliðinn miðvikudag að lagið þætti óhæft til flutnings í kanadísku útvarpi, en orðið „fagot“ kemur fyrir í þrígang í textanum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kvörtunar útvarpshlustanda. Samkvæmt úrskurðinum er einungis heimilt að flytja lagið í breyttri útgáfu.

Útvarpssiðanefnd Kanada féllst á þá skoðun hlustandans að orðið umdeilda væri niðrandi í garð samkynhneigðra. Eitt sinn kunni að hafa verið í lagi að nota það, en það sé ekki raunin í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant