Hrafnhildur hlýtur norrænu textílverðlaunin

Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, sem er einnig þekkt undir nafninu Shoplifter.
Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, sem er einnig þekkt undir nafninu Shoplifter. mbl.is/RAX

Íslenska listakonan Hrafnhildur Arnardóttir hlýtur norrænu textílverðlaunin, The Nordic Award in Textiles, í ár. Þykja verk Hrafnhildar frumleg, en hún notar bæði alvöru hár og gervihár. Hún hlýtur jafnframt 4,5 milljónir kr. í verðlaun.

Hrafnhildur hefur búið og starfað í New York frá árinu 1994. Hafa listverk hennar verið sýnd í MoMa og þá hefur hún búið til hárskúlptúra fyrir listamenn á borð við Björk Guðmundsdóttur og Lady Gaga.

Stiftelsen Fokus Borås sjóðurinn veitir verðlaunin ár hvert, en hann var settur á laggirnar árið 2000. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Borås í Svíþjóð 10 nóvember nk. Þá verða jafnframt til sýnis verk eftir Hrafnhildi í textílsafninu í Borås.

Heimasíða Hrafnhildar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant