Mike Bongiorno hvílir ekki lengur í friði

Mike Bongiorno lést árið 2009, 85 ára að aldri.
Mike Bongiorno lést árið 2009, 85 ára að aldri.

Líkræningjar hafa raskað ró Mike Bongiornos. Ítalskir embættismenn greindu frá því í gær að búið sé að ræna líki Bongiornos, sem stýrði vinsælasta spurningarþætti Ítalíu í hálfa öld. Bongiorno var jafnframt náinn vinur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Bongiorno lést í september árið 2009, 85 ára að aldri, og var jarðsettur í Arona, sem er skammt frá Mílanó. 

Það var eldri borgari, sem hefur vanið komur sínar í kirkjugarðinn, sem gerði lögreglu viðvart. Búið var að opna gröfina og fjarlægja líkið. 

Að sögn ítalskra fjölmiðla hafa líkræningjarnir ekki krafist lausnargjalds.

Bongiorno hóf störf í ítölsku sjónvarpi á sjötta áratug síðustu aldar. Hann aðstoðaði Berlusconi við að koma auglýsingasjónvarpi á laggirnar á áttunda áratugnum.

Fram kemur í fjölmiðlum að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem lík frægs einstaklings sé rænt á Ítalíu. Árið 2001 var jarðneskum leifum bankastjórans Enrico Cuccia rænt og lausnargjalds krafist. Líkræningjarnir náðust á endanum og voru settir á bak við lás og slá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson