Aðdáendur fari til helvítis

Jackson með vinkonu sinni Elizabeth Taylor.
Jackson með vinkonu sinni Elizabeth Taylor.

Stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Fulham í London, Mohammed Al Fayed, sagði aðdáendum liðsins að „fara til helvítis“ á sunnudag ef þeim líkaði ekki við nýju styttuna af poppstjörnunni Michael Jackson fyrir utan leikvang liðsins.

Ýmsir stuðningsmenn Fulham lýstu yfir furðu sinni og óánægju þegar styttan var afhjúpuð í vestur London fyrir leik Fulham og Blackpool í dag.

„Þetta lætur liðið líta fáránlega út. Ég hélt að þetta væri aprílgabb,“  sagði einn þeirra fyrir leikinn.

Al Fayed brást hinn versti við slíkum athugasemdum. „Ef sumir stuðningsmenn átta sig ekki á því og kunna ekki að meta hvers konar gjöf þessi maður [Jackson] gaf heiminum geta þeir farið til helvítis.“

„Ég vil ekki slíka stuðningsmenn,“  bætti hann við. „Þeir geta farið og haldið með Chelsea eða bara einhverju öðru liði.“

Jackson heitinn var mikill vinur Al Fayed en sýndi knattspyrnu lítinn áhuga og aðeins er vitað til þess að hann hafi einu sinni fylgt vini sínum á völlinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant