Naglalakkaður drengur vekur hörð viðbrögð

Myndin umdeilda.
Myndin umdeilda.

Mynd af Jennu Lyons, forstjóra og aðalhönnuði fataframleiðandans J. Crew og syni hennar í nýjasta vörubæklingi fyrirtækisins hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að á myndinni er Lyons búin að naglalakka drenginn á tánum með skærbleikum lit, sem hún segir að sé uppáhaldslitur hans.

Íhaldsmönnum í Bandaríkjunum var gróflega misboðið vegna myndarinnar. Dr. Keith Ablow, sem starfar fyrir Fox-sjónvarpsstöðina, sagði að þetta væri dæmi um hvernig einkenni kynjanna væri á undanhaldi.

Erin Brown hjá Media Research Center sagði að myndin væri „óskammfeilinn áróður sem hampaði „transbörnum““. Sagði Brown jafnframt að þessi hvatning Lyons gæti gert drengnum erfitt fyrir í framtíðinni.

Viðbrögð við þessum viðbrögðum hafa sömuleiðis verið hörð. Í fjörugum umræðum hafa margir hafnað þeirri kenningu að með því að naglalakka hinn fimm ára gamla son Jenny Lyons væri verið að „gera hann samkynhneigðan“ á nokkurn hátt.

Dr. Jack Drescher, geðlæknir, tók í sama streng. „Ég get sagt með 100% vissu að það að móðir naglalakki tær sonar síns bleikar gerir hann ekki að kynskiptingi eða samkynhneigðan né nokkuð annað sem íhaldsmenn hafa áhyggur af,“ sagði Drescher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson