Quarashi styður Stígamót

Nauðgun er glæpur
Nauðgun er glæpur mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hljómsveitin Quarashi ætlar að gefa Stígamótum hálfa milljón krónur af þeim tekjum sem hún hefur af því að koma fram. Hljómsveitin mun meðal annars koma fram á Bestu útihátíðinni um næstu helgi.
 
„Oft á ári berast fregnir af því að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á skemmtunum og útihátíðum og jafn oft er þessum ofbeldisverkum lýst í fjölmiðlum á þá leið að um „leiðinda atvik á annars glæsilegri hátíð" hafi átt sér stað.

Forsvarsmenn Bestu hátíðarinnar, hljómsveitin Quarashi, sem og aðrar hljómsveitir sem þar koma fram, vilja leggja þunga áherslu á að ofbeldi og sér í lagi kynferðislegt ofbeldi, verði ekki liðið á hátíðinni," segir í tilkynningu.

Nei hópurinn hefur verið starfandi síðan 2003 og hefur frá upphafi sótt útihátíðir til þess að vekja athygli á alvarleika nauðgana og fyrirbyggja að slík ofbeldisverk séu framin.

„Forsvarsmenn Bestu útihátíðarinnar eru Nei-hreyfingunni þakklátir fyrir hún hyggst mæta á hátíðina og verð öllum hátíðargestum sýnileg og að boðskapur hreyfingarinnar verði sem fyrirferðarmestur innan um alla tónlistina og gleðina," segir jafnframt í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson