,,Það er tungan sem gerir okkur að þjóð

Vigdís Finnbogadóttir lýsti Ljóðasetrið á Siglufirði formlega opnað og óskaði …
Vigdís Finnbogadóttir lýsti Ljóðasetrið á Siglufirði formlega opnað og óskaði Þórarni Hannessyni, stofnanda þess, til hamingju. mbl.is/Örn

„Það er tungan sem gerir okkur að þjóð,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, þegar hún opnaði Ljóðasetur Íslands formlega að viðstöddu fjölmenni í Siglufirði á föstudag.

Stofnandi Ljóðasetursins er Þórarinn Hannesson kennari og kona hans, Kristín Guðmundsdóttir. Þórarinn segir að um þrjú ár séu liðin síðan hann fékk hugmyndina að stofna nokkurskonar miðstöð ljóðaunnenda þar sem þeir gætu komið og litið í bók yfir kaffibolla. Hann átti húsnæðið sem setrið er í og hófst þá handa við söfnun ljóðabóka. Jafnframt var farið að huga að breytingum á húsnæðinu. Safnið telur nú um 1.500 titla.

Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur við opnunina og óskaði íbúum Fjallabyggðar til hamingju með framtakið. ,,Í þjóðararfi okkar er ljóðið ávallt á næsta leiti,“ sagði Vigdís þegar hún afhenti setrinu ljóðabókina Hrannir eftir Einar Benediktsson að gjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson