Rifist um norðurljósin

Íslensk norðurljós.
Íslensk norðurljós. mbl.is/hag

Hörð deila virðist í uppsiglingu milli finnskrar og norskrar ferðaþjónustu um hvor þeirra „eigi" norðurljósin.

Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, að deilan hafi byrjað þegar ferðamálavefurinn Visit Finland birti í haust myndskeið þar sem norðurljósin voru í aðalhlutverki.

Í kjölfarið lýsti Per Arne Tuftin, framkvæmdastjóri Innovasjon Norge, því yfir í viðtali við fréttastofuna NTB, að norðurljósin eigi að vera norsk

„Við getum ekki setið aðgerðarlausir og horft á Finnana reyna að ná stærri hluta af norðurljósamarkaðnum" hafði NTB eftir Tuftin.

NRK segir, að norsk ferðaþjónusta noti árlega um 150 milljónir norskra króna til að markaðssetja Noreg sem ferðamannaland og norðurljósin leika þar stórt hlutverk.

Erlendir fjölmiðlar hafa tekið eftir þessari norðurljósadeilu. Þýska blaðið Spiegel segir, að ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Norðmanna sé, að Finnum hafi tekist að stela frá þeim jólasveininum á níunda áratug síðustu aldar. 

Finnska blaðið Helsingin Sanomat hefur bætt gráu ofan á svart og velt því fyrir sér hvort Finnar geti ekki líka rænt miðnætursólinni frá Norðmönnunum. 

Þessi deila kann að koma þeim Íslendingum í opna skjöldu, sem hafa til þessa staðið í þeirri trú að á Íslandi væri aðsetur norðurljósanna, jólasveinanna og miðnætursólarinnar.

Vefur NRK

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant