Fá skaðabætur fyrir heila

Teikning af heila
Teikning af heila Af vef Wikipedia

Dómari í New York hefur dæmt borgaryfirvöld í New York til að greiða fjölskyldu pilts eina milljón Bandaríkjadala, rúmar 120 milljónir króna, í skaðabætur fyrir að heili piltsins, sem fórst af slysförum, var hafður til sýnis í líkhúsinu.

Ættingjar Jesses Jeromes Shipleys, sautján ára, komust að því fyrir tilviljun að skrifstofa réttarmeinafræðings hafði haldið heila piltsins og öðrum líffærum svo hægt væri að nota líkamshlutana í tilraunaskyni.

Samkvæmt frétt dagblaðsins Staten Island Advance sáu bekkjarfélagar systur Shipleys krukkuna með nafni Jesses þegar þeir voru í skoðunarferð í líkhúsi Richmond-sýslu.

Systirin, sem er 14 ára, hafði verið farþegi í sömu bifreið og bróðir hennar í bílslysinu sem hann lést í tveimur mánuðum áður en upp komst að heilinn hafði ekki verið brenndur með líkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson