„Maðurinn sem hafnaði Bítlunum“

Paul McCartney og John Lennon á tónleikum árið 1964.
Paul McCartney og John Lennon á tónleikum árið 1964. Reuters

Í dag eru 50 ár liðin frá einni frægustu áheyrnarprufu allra tíma; Decca-prufunni svokölluðu, en árið 1962 léku Bítlarnir nokkur lög fyrir starfsmenn Decca-hljómplötufyrirtækisins í von um að komast þar á samning.

Þeim var aftur á móti hafnað með þeim rökum að gítarhljómsveitir væru dottnar úr tísku.

Á þessum tíma var hljómsveitin skipuð þeim John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Pete Best, en sá síðastnefndi hætti síðan í hljómsveitinni og inn kom Ringo Starr, eins og frægt er orðið.

Starfsmaðurinn, sem viðhafði þessi fleygu orð, Dick Rowe að nafni, varð síðan þekktur sem „maðurinn sem hafnaði Bítlunum“. Hann fékk þó nokkra uppreisn æru þegar hann skrifaði undir samning við The Rolling Stones nokkru síðar, en það var enginn annar en George Harrison sem ráðlagði honum að gera það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant