Keyptu aðgang að Contraband fyrir 3 milljarða

Mark Wahlberg í Contraband.
Mark Wahlberg í Contraband.

Kvikmyndahúsagestir í Norður-Ameríku greiddu samtals 24,1 milljón dala, 3 milljarða króna, fyrir aðgöngumiða að kvikmyndinni Contraband, sem Baltasar Kormákur gerði í Hollywood og frumsýnd var á föstudag.

Myndin var í 1. sæti á aðsóknarlistanum fyrir tímabilið frá föstudegi til sunnudags en á morgun er einnig frídagur í Bandaríkjunum og verða endanlegar tölur um tekjur af sýningu kvikmynda birtar annað kvöld.

„Veistu hvað," sagði Nikki Rocco, dreifingarstjóri kvikmyndaversins Universal, við Reuters-fréttastofuna. Mark Wahlberg. Fólk kann vel við hann í aðalhlutverki... Þessi mynd er afar vel heppnuð."

Áhorfendum virðist hafa fallið myndin vel í geð og gáfu henni A- í könnun fyrirtækisins Cinemascope, sem kannar viðhorf kvikmyndahúsagesta til mynda. Kvikmyndagagnrýnendur eru þó beggja blands og á kvikmyndavefnum Rotten Tomatoes, þar sem gagnrýni er safnað saman, eru 46% dómanna jákvæðir. 

Tekjurnar, sem myndin aflaði, voru mun meiri um helgina en framleiðendurnir áætluðu. Segir blaðið USA Today að gert hafi verið ráð fyrir um 18 milljóna dala tekjum af sýningu myndarinnar nú. Contraband virðist þegar hafa svarað kostaði því fregnir herma að myndin hafi kostað 25 milljónir dala í framleiðslu. 

Margir sérfræðingar bjuggust við að ný þrívíddarútgáfa af teiknimyndinni Fríðu og dýrinu, sem upphaflega var frumsýnd árið 1991, myndi hreppa efsta sætið um helgina. Tekjur af myndinni námu 18,5 milljónum dala og er það í samræmi við áætlanir en myndin er í 2. sæti á listanum.

Hasarmyndin Mission: Impossible - Ghost Protoco, fór niður í 3. sæti á listanum en tekjurnar námu 11,5 milljónum dala. Ný gamanmynd með Dolly Parton, Joyful Noice, fór beint í 4. sæti með 11,3 milljóna tekjur. Sherlock Holmes: A Game of Shadows, var í 5. sæti. 

Hryllingsmyndin The Devil Inside, sem fór beint í 1. sætið í síðustu viku, var í 6. sæti með 7,9 milljóna tekjur. Myndin kostaði 1 milljón dala í framleiðslu en hefur nú aflað 46,3 milljóna dala á 10 sýningardögum.

Listi yfir tekjuhæstu kvikmyndirnar:

  1. Contraband
  2. Beauty and the Beast
  3. Mission: Impossible - Ghost Protocol
  4. Joyful Noise
  5. Sherlock Holmes: A Game of Shadows
  6. The Devil Inside
  7. The Girl With the Dragon Tattoo
  8. Alvin and the Chipmunks: Chipwrecked!
  9. War Horse
  10. The Iron Lady
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson