Tjaldið fauk ofan af írskum skátum

Írski hópurinn sem tekur þátt í Vetraráskorun á Íslandi.
Írski hópurinn sem tekur þátt í Vetraráskorun á Íslandi. mbl.is

Hópur íslenskra og írskra skáta á unglingsaldri þurfti að rífa sig á fætur um miðja síðastliðna nótt þegar eitt fjögurra hóptjalda fauk ofan af þeim við Fossá nálægt Úlfljótsvatni. Skátarnir voru þó við öllu búnir og snarir í snúningum, tóku hin tjöldin niður og gengu til Útilífsmiðstöðvar skáta við Úlfljótsvatn, þar sem þeir fengu húsaskjól.

Hópurinn samanstendur af fimmtán írskum skátum og jafnmörgum jafnöldrum þeirra úr íslensku skátunum og unglingastarfi björgunarsveitanna. Írarnir eru hér á landi til þess að taka þátt í Vetraráskorun Crean, sem fram fer 12.-19. febrúar. Vetraráskorunin gengur út á að takast á við íslenskt vetrarveður, skora á sjálfan sig og öðlast færni í útivist. Valið var úr hópi umsækjenda, en mikil ásókn var í að taka þátt í þessum vikulanga leiðangri. Írsku skátarnir komu til landsins á sunnudaginn síðasta og hafa þátttakendurnir dvalið við Úlfljótsvatn síðustu daga, tekist á við útilífsáskoranir, unnið í flokkum, farið í hópeflisleiki og sett upp tjaldbúð.

Í dag mun hópurinn ganga frá Úlfljótsvatni yfir í gömlu skátaskálana við Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði, en þar gefst unglingunum kostur á að fara á skíði og kynna sér íslenska náttúru.

„Það er auðvitað mikil upplifun fyrir írska unglinga að ferðast um íslenska náttúru, en einnig einstakt tækifæri fyrir íslensku unglingana að fá að deila þessari upplifun með erlendum skátasystkinum sínum og sjá landið með augum írsku skátanna,“ segir Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri vetraráskorunarinnar. „Það er mikið lagt upp úr samvinnu og flokkastarfi, bætir Guðmundur við, „en þannig gefst unglingunum kostur á að læra að vinna með öðrum, óháð tungumálum og þjóðerni.“

Írsku skátarnir halda heim á leið á sunnudaginn, en til stendur að íslenskir skátar fari í slíka för til Írlands á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant