Einar Már verðlaunaður í Svíþjóð

Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænska akademían tilkynnti í morgun að Einar Már Guðmundsson fái Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til bókmennta. Einar Már mun veita verðlaununum viðtöku í Stokkhólmi 11. apríl nk.

Norræn bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar hafa verið veitt árlega frá 1986. Þau þykja einhver mesti heiður sem norrænum rithöfundi getur hlotnast og eru gjarnan nefnd norrænu nóbelsverðlaunin eða „litli Nóbelinn“, samkvæmt fréttatilkynningu frá Forlaginu.

Einar Már Guðmundsson er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin, Thor Vilhjálmsson fékk þau árið 1992 og Guðbergur Bergsson árið 2004. Höfundar sem hafa fengið Norræn bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar síðustu ár eru:
2011: Ernst Håkon Jahr 2010: Per Olov Enquist 2009: Kjell Askildsen 2008: Sven-Eric Liedman

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant