Veikur í athygli

Rapparinn 50 Cent, öðru nafni Curtis James Jackson III, fer óhefðbundnar leiðir til að vekja á sér athygli. Rapparinn heldur twitter-vinum sínum vel upplýstum og undanfarið hefur hann skrifað um slæm magaveikindi sín og leiðinlega dvöl á sjúkrahúsi. Margir draga í efa að hann sé í raun og veru veikur og telja miklu frekar að um sé að ræða ódýra auglýsingabrellu vegna útkomu nýjustu plötu hans.

„Mér líður aðeins betur í dag,“ skrifar 50 Cent á Twitter á fimmtudag. „Ég held að ég losni fljótlega af spítalanum.“ Færslunni fylgdi mynd af kappanum þar sem hann liggur ræfilslegur í að því er virðist sjúkrabeði og hefur raðað uppáhaldsmjúkdýrunum í kringum sig.

Heimildamaður tímaritsins People, sem þekkir vel til rapparans, fullyrðir að magaveikindin og sjúkrahúsvistin séu uppspuni frá rótum. Tilganginum hafi þó greinilega verið náð, þ.e. að vekja athygli á sér og nýrri plötu sem kemur út um helgina.

50 Cent er opinskár á Twitter og í byrjun árs tjáði hann sig um að hann væri langt niðri. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að ég muni ekki lifa mikið lengur, gott væri ef ég myndi deyja í nótt,“ skrifaði hann. Rapparinn var greinilega í mikilli lægð og kvartaði meðal annars undan samstarfsfélögunum hjá útgáfurisanum Interscope. „Ég hef misst alla trú á fólkinu sem ég vinn með,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson