Tekjur Avengers yfir milljarður dala

Scarlett Johansson, Chris Hemsworth, Chris Evans, Jeremy Renner, Robert Downey …
Scarlett Johansson, Chris Hemsworth, Chris Evans, Jeremy Renner, Robert Downey Jr. og Mark Ruffalo leika í The Avengers

Ekkert lát er á vinsældum ofurhetjumyndarinnar Avengers vestanhafs og eru tekjur af myndinni á heimsvísu orðnar rúmlega einn milljarður Bandaríkjadala, 127 milljarðar króna. Er myndin því orðin sú tekjuhæsta sem Walt Disney Studios hefur framleitt.

Um helgina námu tekjur af kvikmyndinni vestanhafs 55,1 milljón Bandaríkjadala, samkvæmt upplýsingum frá Exhibitor Relations.

Í The Avengers, Hefnendunum, er ekki ein ofurhetja heldur sex. Meðal þeirra eru Járnmaðurinn, Hulk, Kafteinn Ameríka og Þór. Leikstjóri myndarinnar er Joss Whedon og var kostnaður við gerð hennar 220 milljónir dala. Kemur fram í AFP að tekjur af myndinni komi til með að bæta stöðu Disney fyrirtækisins sem tilkynnti um 200 milljón dala tap á myndinni John Carter. 

Önnur vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku um helgina nefnist Battleship en tekjur af henni voru 25,4 milljónir dala um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson