192.000 Íslendingar horfðu á Júróvisjón

Íslenska liðið fagnaði í Kristalshöllinni í Bakú á þriðjudaginn.
Íslenska liðið fagnaði í Kristalshöllinni í Bakú á þriðjudaginn. www.eurovision.tv/Andres Putting (EBU)

Nánast allir þeir Íslendingar sem sátu fyrir framan sjónvarpstæki á þriðjudagskvöld voru að horfa á Júróvisjón. Söngkeppnin er ásamt Áramótaskaupinu jafnan vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins, þegar Ísland er að keppa. 

Samkvæmt bráðabirgðatölum var meðaláhorf á hverja einustu mínútu keppninnar á þriðjudaginn 67%, en 82% landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfðu á a.m.k. 5 mínútur keppninnar. Júróvisjón var með 96% markaðshlutdeild þetta kvöld, sem þýðir að af þeim sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpinu á meðan hún stóð horfðu 96% á keppnina.

Að sögn Valgeirs Vilhjálmssonar, markaðsrannsóknarstjóra Rúv horfðu alls 192 þúsund manns á aldrinum 12-80 ára á Júróvisjón samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum, en endanlegar tölur liggja fyrir í næstu viku.

Seinni undankeppni Júróvisjón fer fram í kvöld, en úrslitakeppnin verður á laugardag þar sem íslenska lagið verður sjöunda atriðið á svið. Má búast við að landsmenn sameinist flestir framan við sjónvarpstækin til að fylgjast með þeim Gretu Salóme og Jónsa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson