Æðsti heiður óbreytts borgara

Barack Obama Bandaríkjaforseti hengdi í gær, þriðjudag, Frelsisorðuna á tónlistarmanninn og goðsögnina Bob Dylan í Hvíta húsinu, en orðan er æðsti heiður sem óbreyttum borgurum getur veist. Um leið jós hann Dylan lofi fyrir þrotlausa leit að sannleikanum.

Auk Dylans fékk fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Madeleine Albright, orðuna ásamt geimfaranum John Glenn og rithöfundinum Toni Morrison.

Þrátt fyrir allt lofið sýndi Dylan engin sjáanleg merki um þakklæti eða tilfinningar þegar Frelsisorðan var hengd á hann.

Orðuna geta þeir fengið sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka öryggi landsins eða  unnið að þjóðarhag Bandaríkjanna með ýmsum hætti.

Dylan, sem heitir réttu nafni Robert Allen Zimmerman, fæddist hinn 24. maí 1941. Hann hóf tónlistarferilinn árið 1959 þegar hann kom fram á kaffihúsum í Minnesota. Listamannsnafnið Bob Dylan kemur frá ljóðskáldinu Dylan Thomas.

Þekktustu lög Dylans eru frá sjöunda áratug síðustu aldar, svo sem Blowin' In The Wind og The Times They Are A-Changin'.

Bob Dylan kom fram á tónleikum í Laugardalshöll hinn 26. maí 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant