Sumarljósmyndakeppnin vel af stað

Mynd dagsins er Splass eftir Grétar Örn Eiríksson.
Mynd dagsins er Splass eftir Grétar Örn Eiríksson.

Árleg sumarljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon er hafin og stendur til 6. september.  Verðmæt verðlaun eru í boðið fyrir bestu myndina og fjöldi mynda hefur þegar borist.

Canon og mbl.is hafa um árabil haldið tvær ljósmyndakeppnir á ári, jólaljósmyndakeppni og sumarljósmyndakeppni. Þátttaka í hverri keppni hefur hlaupið á þúsundum manna og myndirnar hafa verið enn fleiri þar sem hver og einn getur sent margar myndir. Oft eru innsendu myndirnar með afbrigðum góðar og ljósmyndarar hafa náð að fanga skemmtileg augnablik.

Verðlaun fyrir bestu myndir verða veitt að tímabilinu loknu og velur dómnefnd myndir til verðlauna en atvinnuljósmyndarar eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina. Að þessu sinni eru verðlaun fyrir fyrsta sætið Canon EOS 600D D-SLR myndavél, fyrir annað sæti er  Canon Powershot A2300 og fyrir þriðja sætið er ljósmyndaprentarinn Canon PIXMA iP4950.

Hér er hægt er að taka þátt í keppninni og skoða innsendar myndir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant