Ekkja flutti inn í grafhýsi eiginmannsins

Reuters

Argentínsk ekkja dvaldi í marga daga í grafhýsi eiginmanns síns sem lést fyrir tveimur árum. Hafði hún komið þar fyrir rúmi, komið sér upp netaðgangi og lítilli eldavél rétt við kistu mannsins.

„Lögreglan komst að því að Adriana Villareal hafði komið sér upp aðstöðu við líkkistu eiginmanns síns. Hún var með útvarp, tölvu, netaðgang, stól og litla eldavél,“ segir lögregluvarðstjórinn Gustavo Braganza.

Hún tók meira að segja á móti lögreglunni á náttfötunum er þeir litu inn til að athuga hvað væri á seyði í grafhýsinu.

Eiginmaðurinn Sergio Yede lést árið 2010, 28 ára að aldri. Villareal er hins vegar 43 ára og býr í höfuðborginni Buenos Aires. Hún sagði lögreglunni að hún heimsækti gröf eiginmannsins þrisvar á ári og dveldi þá í 3-4 sólarhringa við hlið hans „og eldaði mat. Þegar maður elskar einhvern gerir maður svona hluti“, sagði hún í samtali við fréttastofu í Argentínu.

Lögreglustjórinn er hins vegar ekki hrifinn af uppátækinu. „Það er ekki í lagi með þann sem getur sofið við hlið líks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson