Auglýst eftir lagasmiðum

Frjáls félagasamtök á Íslandi, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, vinna nú í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, að kynningarátaki um gildi þróunarsamvinnu en það hefst formlega mánudaginn 17. september nk. Undirtitill átaksins í ár er „Komum heiminum í lag“ og samtökin biðla til tónlistarfólks á öllum aldri um aðstoð við að koma skilaboðum átaksins á framfæri – í lagi!

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Facebook-síða átaksins, sem ber yfirskriftina „Þróunarsamvinna ber ávöxt“, var opnuð í dag en þar er að finna upplýsingar um íslenskt þróunarstarf enda er markmiðið með átakinu að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

 Undirtitill átaksins í ár er sem fyrr segir „Komum heiminum í lag“. Félagasamtökin hafa fengið landsþekkta tónlistarmenn til að leggja málefninu lið og koma skilaboðum átaksins í „lag“. Tónlistarmennirnir semja 5 mismunandi lög við texta, sem Sævar Sigurgeirsson hefur sérstaklega samið, og verður eitt lag frumflutt á degi hverjum frá mánudegi til föstudags vikuna 17.–21. september í Virkum morgnum á Rás 2 og á netinu. Átakinu lýkur svo með tónleikum á Café Rosenberg við Klapparstíg laugardagskvöldið 22. september. Þeir sem semja lögin 5 og koma fram á tónleikunum eru Jón Jónsson og Friðrik Dór, Lára Rúnarsdóttir og hljómsveit, Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör og Varsjárbandalagið.

 En félagasamtökin sem að átakinu standa vilja einnig fá tónlistarfólk um allt land og á öllum aldri til liðs við sig. Hægt er að nálgast texta Sævars á Facebook-síðu átaksins og semja við hann lag. Síðan er lagið tekið upp á myndband, t.d. með hjálp vefmyndavélar, og sent inn á Facebook-síðuna. Eitt lag og flytjandi verða valin til að taka þátt í tónleikunum á Rósenberg laugardagskvöldið 22. september. Nú er um að gera að hleypa tónlistarmanninum í sjálfum sér út og koma heiminum í lag!

Að átakinu standa ABC barnahjálp, Afríka 20:20, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorpin á Íslandi, UN Women og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant