Kvikmyndahátíð tileinkuð RIFF í Róm

Merki RIFF 2012.
Merki RIFF 2012.

Rómarborg hefur ákveðið að heiðra RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, með því að halda kvikmyndahátíð tileinkaða RIFF og Íslandi. Hátíðin fer fram í Róm í síðari hluta október og mun standa í fimm daga.

Um það bil 15 myndir verða í boði á hátíðinni, bæði nýjar og nýlegar íslenskar myndir og úrval af þeim alþjóðlegu kvikmyndum sem sýndar verða á næstu RIFF.

RIFF hátíðin fer nú fram í níunda skipti í Reykjavík dagana 27. september til 7. október. Í tilkynningu frá aðstandendum RIFF segir að hátíðin njóti mikillar virðingar erlendis og boð Rómarborgar sé mikil viðurkenning fyrir hátíðina sem og góð landkynning fyrir Ísland.

Íslenska hátíðin í Róm er haldin fyrir milligöngu Ítalans Giorgio Gosetti, dagskrárstjóra hjá RIFF og stjórnanda Venice Days í Feneyjum. Þrír fulltrúar Rómarborgar eru væntanlegir til Íslands til að upplifa RIFF-hátíðina, undirrita samninga og fleira. Auk þess eru væntanlegir á hátíð fulltrúar stórra sölu og dreifingar fyrirtækja á Ítalíu meðal annars Fandango.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson