Magni fær annan séns

Magni Ásgeirsson flutti lagið Hugarró eftir Sveinn Rúnar Sigurðsson í …
Magni Ásgeirsson flutti lagið Hugarró eftir Sveinn Rúnar Sigurðsson í síðustu forkeppni. Þórunn Erna Clausen samdi textann. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög sem ekki komust upp úr undankeppnum fyrir Eurovision fá annað tækifæri í svokallaðri Second Chance-söngvakeppni sem fram fer á fimmtudag. Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) ætlar að hefja starfsár sitt með því að efna til sameiginlegs áhorfs á keppnina.

Í fréttatilkynningu frá FÁSES kemur fram að Second Chance-söngvakeppnin hefur verið haldin árlega frá 1987 og kjósa aðdáendaklúbbar Eurovision víða um heim á milli laganna sem keppa. 19 lög keppa um titilinn í ár en framlag Íslands er lagið Hugarró, sem Magni Ásgeirsson söng í forkeppninni í fyrra.

FÁSES-félagar, sem eru á annað hundrað talsins, völdu lagið til keppninnar síðastliðið vor. Íslenskir flytjendur hafa að sögn FÁSES átt góðu gengi að fagna í Second Chance-söngvakeppnunum. Þannig var Jóhanna Guðrún sigurvegari keppninnar í fyrra með lagið Nótt og Hera Björk sigraði árið 2009, að vísu með danska framlaginu, laginu Someday. 

Keppnin fer fram á fimmtudagskvöld, 27. september, og efnir FÁSES til sameiginlegs áhorfs á Hressó kl. 20. Kosning fer fram strax eftir sýningu laganna, en samkvæmt reglunum er ekki leyfilegt að kjósa eigið land, rétt eins og í Eurovision. Félagar í FÁSES sem framvísa félagsskírteinum hafa atkvæðisrétt í kosningunni en allir eru velkomnir.

Allar nánari upplýsingar eru á facebooksíðunni: FÁSES-OGAE Iceland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson