Grínaðist með morgunógleðina

Vilhjálmur Bretaprins.
Vilhjálmur Bretaprins. AFP

„Ég veit ekki hvers vegna þeir kalla þetta morgunógleði, þeir ættu að kalla þetta allan-daginn-og-alla-nóttina-ógleði. Þetta er langt og leiðinlegt ferli en hún er á réttri leið. Henni finnst eins og þetta eigi eftir að vara endalaust.“

Þetta er haft eftir Vilhjálmi Bretaprins á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í kvöld en þar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um meðgöngu eiginkonu sinnar, Katrínar hertogaynju af Cambridge.

Vilhjálmur var þarna að ræða við Michael O'Higgins, fyrrverandi formann góðgerðarsamtakanna Centerpoint, og gerði hann góðlátlegt grín að óheppilegu nafni á veikindum Katrínar.

Prinsinn var í kvöld staddur sem heiðursgestur á söfnunarátaki fyrir Centerpoint en þau hjálpa heimilislausu fólki. Vilhjálmur er ennfremur verndari samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant