Kim á spítala eftir flug

Kim Kardashian hefur verið skipað að fara sér hægar. stækka

Kim Kardashian hefur verið skipað að fara sér hægar. AFP

Kim Kardashian þurfti að leita læknis á þriðjudag eftir að hafa veikst illa um borð í flugvél á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna.

„Kim byrjaði að líða illa í flugvélinni frá París og hringdi strax í lækni um leið og hún lenti,“ hefur New York Post eftir ónafngreindum heimildamanni sínum. Segir sá hana í kjölfarið hafa leitað á sjúkrahús í snarhasti en hún óttaðist um ófætt barn þeirra Kanye West.

Eftir að hafa undirgengist skoðun hjá læknum fékk raunveruleikastjarnan að snúa aftur til síns heima. Henni var hins vegar uppálagt að fara sér hægar og hvílast.

Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Kim verið á stöðugum þeytingi allt frá því greint var frá því að hún væri ófrísk. Auk þess að vera stöðugt að er hún sögð hafa miklar áhyggjur af því hvernig meðgangan muni leika kroppinn og æfir stíftundir leiðsögn tveggja þjálfara. Er því nema von að stúlkunni sé sagt að róa sig.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda