Stalín, drekar og mottur í Kvennó

Hægt er að panta miða á drekann með tölvupósti á …
Hægt er að panta miða á drekann með tölvupósti á netfangið leikfelagidfuria@gmail.com

Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, frumsýndi leikritið Drekann í leikstjórn Benedikts Karls Gröndal síðastliðinn sunnudag. Formaður Fúríu, Hávarr Hermóðsson, segir söguna vera allegoríu fyrir leiðtoga sem eltir eru í blindni.

„Leikritið er sumsé eftir Évgéní Schwartz og fjallar í raun um Stalín. Ef hann hefði samt bara skrifað um hann hreint út hefði hann verið drepinn svo hann gerði söguna að barnaleikriti um dreka. Leikritið má svo yfirfæra á það sem er í gangi í Norður Kóreu og jafnvel aðstæður hér á Íslandi fyrir hrun.“

Sagan segir frá þorpi sem vondur dreki heldur í heljargreipum. Árlega velur drekinn sér eina stúlku úr bænum til að éta en eins slæmt og það virðist vilja þorpsbúar ekki láta bjarga sér þegar hetjan Lancelot ákveður að frelsa þá.

Frekari upplýsingar um sýningartíma má nálgast hér en miðaverð fyrir áhorfendur utan Kvennó er 1500 krónur. Síðasta sýningin er 19. mars og verður sú sérstök Mottusýning og allur ágóði mun renna til Krabbameinsfélagsins.

Að því sögðu skorar Monitor hér með á Fúríu að láta alla leikara klæðast mottu á þessari síðustu sýningu enda myndu flestar leiksýningar menntskælinga njóta góðs af aukinni skeggrækt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler